Réttindi heyrnarlausra

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 15:17:16 (3756)

1999-02-17 15:17:16# 123. lþ. 68.8 fundur 489. mál: #A réttindi heyrnarlausra# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., MagnM
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[15:17]

Magnús Árni Magnússon:

Hæstv. forseti. Hæstv. dómsmrh. virtist ekki hafa svar við spurningunni sem borin var fram en mér virtist hv. fyrirspyrjanda spyrja um hvort eitthvað yrði gert til að túlka stjórnmálaumræður í sjónvarpi fyrir þá sem ekki eiga kost á að nema þær með heyrninni. Ég veit að það ætti að vera tæknilega framkvæmanlegt að slá inn texta jafnóðum, jafnvel þannig að hann þyrfti ekki að birtast öðrum en þeim sem kysu að sjá hann. Það er t.d. hægt að gera það í gegnum textavarpið. Ég þekki það frá Bandaríkjunum. Það er gert við nánast alla fréttatíma og allar beinar útsendingar og þætti að jafnóðum er sleginn inn texti fyrir heyrnarlausa. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera hið sama hér.