Raforkuver

Fimmtudaginn 18. febrúar 1999, kl. 13:03:38 (3866)

1999-02-18 13:03:38# 123. lþ. 69.3 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 123. lþ.

[13:03]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri það að við og hv. þm. höfum sama skilning á þessum loftslagsbreytingasamningi Sameinuðu þjóðanna. Þar er um sameiginlega ábyrgð þjóða heims að ræða. Ég er hins vegar algerlega sammála hv. þm. að framkvæmd samningsins er á ábyrgð hvers þjóðríkis fyrir sig en eftir stendur auðvitað að þar ætla menn að hjálpast að og út á það gengur samningurinn m.a., hvort sem menn ná svo þeirri niðurstöðu eða ekki.

Tíminn til 15. mars er alveg nógu langur til ákvarðanatöku í þeim efnum hvort skrifað verður undir eða ekki.