Raforkuver

Fimmtudaginn 18. febrúar 1999, kl. 14:02:29 (3875)

1999-02-18 14:02:29# 123. lþ. 69.3 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 123. lþ.

[14:02]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara leiðrétta hæstv. ráðherra. Ég sit ekki lengur sem áheyrnarfulltrúi í iðnn., ég gerði það á síðasta þingi. Vissulega get ég lesið frv. Ég hef gert það og einni virkjuninni fylgir vissulega lón. Það er auðvitað matsatriði hvort svartur sandur er náttúruperla eða ekki. Ég talaði um að almennt væru ósnortin víðerni hálendisins náttúruperlur og fara bæri mjög varlega á þessu svæði. Vissulega geri ég greinarmun á því og Eyjabökkunum. Ég fagna því að hér skuli ekki rætt um það svæði. Samt sem áður er sú stefna, að virkja meira og meira til þess að fullnægja stóriðjustefnunni, mér ekki að skapi.