Þingflokkur Kvennalistans

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 10:51:24 (3905)

1999-02-19 10:51:24# 123. lþ. 70.99 fundur 280#B þingflokkur Kvennalistans# (aths. um störf þingsins), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[10:51]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Vegna orða hv. þm. Kristínar Halldórsdóttur fyrr á þessum fundi, um endalok þingflokks Kvennalistans, vil ég taka fram að sú þingkona sem telur sig sitja eina eftir í þingflokki Kvennalistans gekk úr Samtökum um kvennalista fyrir nokkru til liðs við annan stjórnmálaflokk. Auðvitað var illþolandi fyrir samtökin að formaður þingflokksins væri ekki lengur í samtökunum. Því var tekið mikið heillaskref í gær með stofnun þingflokks Samfylkingarinnar sem ég taldi langeðlilegustu leiðina fyrir mig sem eina eftirsitjandi þingkonu Kvennalistans, þar sem Kvennalistinn hefur ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna.

Ég vil að lokum þakka Kristínu Halldórsdóttur mjög gott samstarf í þingflokki Kvennalistans. (ÖJ: Auminginn, það er ég.)