Jafnréttislög

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 11:36:58 (3913)

1999-02-19 11:36:58# 123. lþ. 70.4 fundur 498. mál: #A jafnréttislög# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[11:36]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vegna orða þingmannsins um að þetta frv. nái ekki til annars en kynjajafnréttis, sem er réttmæt gagnrýni að hans mati, þá legg ég til og tek undir með honum að ég held að nafnið á frv., jafnréttislög, geti verið villandi. Gildandi lög bera heitið lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ég tel að það heiti sé betra til þess að fyrirbyggja annars vegar misskilning, að þetta eigi við jafnrétti í víðari merkingu þess orðs. Hins vegar kemur þar einnig fram að markmiðið er að ná breyttri stöðu, sé ekki bara spurning um formlegan rétt heldur eigi niðurstaðan að vera breytt staða í reynd.

Ég vil því taka undir þessa gagnrýni en á allt öðrum forsendum en þingmaðurinn.