Frestun undirritunar Kyoto-bókunarinnar

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 10:48:35 (3996)

1999-02-25 10:48:35# 123. lþ. 72.91 fundur 287#B frestun undirritunar Kyoto-bókunarinnar# (aths. um störf þingsins), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[10:48]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það er ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort þessi bókun skuli undirrituð. Það er hins vegar Alþingis að ákveða þegar þar að kemur hvort við eigum að gerast aðilar að samningnum og staðfesta hann. Ég vænti þess að hægt verði að ræða þessi mál í umræðum um utanríkismál og ríkisstjórnin taldi að mikilvægt væri að ákvörðun hennar lægi fyrir.

Um þetta mál hefur verið veruleg umræða í ríkisstjórn að undanförnu og umhvrh. hefur að sjálfsögðu komið að því. Hins vegar er undirritun alþjóðasamninga málefni utanrrn., bæði í þessu máli og ýmsum öðrum. Það á einnig við um fiskveiðisamninga og því eðlilegt að tillaga um þetta mál sé lögð fram af utanrrh. í ríkisstjórn.