Frestun undirritunar Kyoto-bókunarinnar

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 10:49:46 (3997)

1999-02-25 10:49:46# 123. lþ. 72.91 fundur 287#B frestun undirritunar Kyoto-bókunarinnar# (aths. um störf þingsins), ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[10:49]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Vegna þeirra fyrirspurna sem hv. þm. beindi til mín vil ég láta koma fram að sú tillaga sem hér er fjallað um og kennd er við Kyoto-bókunina var rædd í hv. umhvn. og þar til ráðuneytis voru fengnir gestir, þar á meðal ráðuneytisstjóri úr umhvrn. sem gaf ítarlega umsögn og skýringar á stöðu málsins. Beðið var um ákveðin gögn sem ekki hafa borist. Formaður nefndarinnar, sá sem hér stendur, er tilbúinn til að vinna áfram að framgangi málsins og beita sér fyrir því að afla þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að málið fái afgreiðslu í nefndinni.