Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 12:05:56 (4013)

1999-02-25 12:05:56# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[12:05]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég gat ekki skilið annað en að hv. þm. væri sáttur við stöðuna eins og hún væri núna og þar af leiðandi vill hann bara skrifa undir og að við þurfum ekkert frekar að þróa ákvæðin sem varða þá þrjá þætti sem ég nefndi.

Hins vegar er það svo að þó að við skrifum ekki undir þessa bókun núna þýðir það ekki að við séum ekki þátttakendur í ferlinu því að við erum aðilar að samningnum. Einungis er verið að semja enn þá um þessa bókun og þau atriði sem okkur skiptir. Ég hef aldrei vitað að menn skrifuðu undir samninginn fyrr en samningaviðræðunum væri lokið og textinn lægi fyrir.

En þar sem ég sé að hv. þm. hefur kvatt sér hljóðs til að fara í andsvar við mig öðru sinni þá mætti hann gjarnan svara spurningu hæstv. utanrrh. um stefnuskrá Samfylkingarinnar á Austurlandi.