Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:35:26 (4032)

1999-02-25 14:35:26# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:35]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mun Samfylkingin útiloka aðild að Evrópusambandinu? Getur einhver, hv. þm. Hjörleifur Guttormsson, útilokað aðild að samstarfi þjóðanna um alla framtíð? Er það hægt? Er það ábyrg afstaða að hafi maður einu sinni tekið afstöðu þá skuli hún standa óbreytt? Miðað við þær aðstæður sem við búum við í dag er hægt að segja: Það er ekki á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En það getur ýmislegt breyst og það hefur ýmislegt breyst á undanförnum árum og mánuðum og það er óábyrg afstaða að taka ekki tillit til þeirra aðstæðna sem við búum við hverju sinni. Við hljótum fyrst og fremst að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir og þá í takt við þær aðstæður sem við búum við.