Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:42:11 (4039)

1999-02-25 14:42:11# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:42]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega höfum við tekið þátt í slíkum viðræðum síðan 1991, en hefur hv. þm. nokkru sinni áður verið með svona skjal í höndum eins og við höfum nú? Nei, það hefur hann ekki. Hv. þm. hefur ekki verið með úttekt á stöðunni af Íslands hálfu og með því opnað möguleika fyrir þingið til að koma að þessum viðræðum og móta þau séríslensku sjónarmið sem við þurfum ævinlega að hafa í heiðri, vegna þess að frumkvæðið á alltaf að koma frá okkur. Það er mitt mat, virðulegi forseti, að forsendur þess að fara í málefnalega umræðu séu allt aðrar í dag eftir að við höfum fengið þetta plagg. Og umræðan í utanrmn. var allt önnur í gærkvöldi en ég hef áður upplifað þar, miklu málefnalegri og farið var yfir fleiri svið en áður hefur verið gert, sem hefur verið mjög þröngt.