Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:46:49 (4045)

1999-02-25 14:46:49# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:46]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Skýrslan barst okkur seint í gærkvöldi og ég hef ekki farið nákvæmlega yfir hana þannig að ég sé tilbúin að tíunda það, en það eru nokkur atriði. Eins og ég kom inn á er ég t.d. ósammála þeirri stefnu sem þar er kynnt varðandi umhverfismálin, undirritun Kyoto-bókunarinnar og fleiri þætti.

En, virðulegi forseti, mér láðist að geta þess að hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmason getur mælt vídd og breidd eins fyrrverandi hv. þm. Alþb.