Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 15:52:46 (4062)

1999-02-25 15:52:46# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[15:52]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og allir vita hafa alltaf verið skiptar skoðanir í stjórnmálaflokkum um einstök atriði í varnarmálum. Það eru skiptar skoðanir í Sjálfstfl. Hugsanlegur varaformannskandídat, þó ekki lengur, Björn Bjarnason menntmrh., hafði þá skoðun og hefur hana líkast til enn að Íslendingar eigi að stofna sinn eigin her og sjá um sínar varnir sjálfir. Það eru allt aðrar skoðanir en þær sem koma fram hjá kaldastríðsþingmönnum Sjálfstfl. Engu að síður eru þeir saman í flokki. Verkefnaskrá Samfylkingarinnar er til fjögurra ára og þar er ekki gert ráð fyrir að neinar breytingar verði á aðild landsins að NATO. Það liggur alveg ljóst fyrir. Við munum ekkert geyma okkur að móta stefnu í öryggismálum þangað til einhvern tímann síðar. Þetta liggur fyrir. En vill ekki hv. þm. Árni Mathiesen segja mér frá því hvort hann sé fylgismaður stefnu Björns Bjarnasonar í varnarmálum eða ekki. Hvernig stendur á því að Björn Bjarnason hefur aðra skoðun í varnarmálum en hann og er samt í Sjálfstfl.?