Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 15:54:04 (4063)

1999-02-25 15:54:04# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[15:54]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Í þessu tilfelli er ekki verið að tala um persónulegar skoðanir, heldur er verið að tala um stefnur stjórnmálahreyfinga sem vilja láta taka sig alvarlega í íslenskri pólitík og telja sig vera þess umkomnar að takast á við ábyrgð á þessum vettvangi. Þess vegna skiptir máli að menn viti hver stefnan er. Ég heyri það mjög skýrt á hv. þm. Sighvati Björgvinssyni að hann telur að stefna Samfylkingarinnar sé sú að vera áfram í NATO. En frambjóðandinn í Reykjavík, sem ég vitnaði til, telur að Samfylkingin hafi ekki tekið afstöðu til málsins og ætli ekki að taka afstöðu til þess fyrr en endurskoðun á öryggisstefnu NATO er lokið sem ekki verður fyrr en á miðju sumri, eftir kosningar. Þá ætla ég að fá að láni frasa frá hv. þm. Sighvati Björgvinssyni: Annaðhvort hefur Samfylkingin þá stefnu að vera í NATO eða hún hefur þá stefnu að vera ekki í NATO.