Orkulög

Föstudaginn 26. febrúar 1999, kl. 11:49:01 (4126)

1999-02-26 11:49:01# 123. lþ. 73.1 fundur 543. mál: #A orkulög# (eignarhlutur Rafmagnsveitu ríkisins í félögum) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 123. lþ.

[11:49]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. iðnrh. skýr og greinargóð svör við spurningu minni. Ég skil hæstv. iðnrh. svo að markmiðið með þeirri heimild sem hér verið að leggja til að verði lögfest sé aðallega að styrkja Rarik til þess hugsanlega í framtíðinni að geta komið inn í samkeppni og að búa til alvörusamkeppni í orkugeiranum, að það sé fyrsta skrefið. Síðan verði næsta skref, þegar til lengri tíma er litið, að skoða þá stöðu sem upp er komin, þ.e. hvort æskilegt sé að einkavæða fyrirtækið eða hvaða ákvörðun sem menn taka. En ég skil hæstv. iðnrh. svona og ég get tekið undir margt af því sem hann sagði áðan í sínu andsvari.