Frumvarp um Tækniskólann

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:07:02 (4166)

1999-03-01 15:07:02# 123. lþ. 74.1 fundur 301#B frumvarp um Tækniskólann# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:07]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Það hefur verið unnið að gerð frv. um Tækniháskóla Íslands á grundvelli rammalöggjafarinnar um háskólastigið. Hins vegar er það rétt hjá hv. þm. að það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi. Það hafa einnig verið miklar umræður um að mjög æskilegt væri að endurskoða nám í tækni- og verkfræði og huga að því hvort aukið samstarf eigi að verða á milli skóla á því sviði og það er meðal þess sem ég tel að þurfi að skoða betur áður en hv. Alþingi er kynnt frv. til laga um Tækniháskóla Íslands.