Frumvarp um Tækniskólann

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:07:39 (4167)

1999-03-01 15:07:39# 123. lþ. 74.1 fundur 301#B frumvarp um Tækniskólann# (óundirbúin fsp.), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:07]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég skildi orð hans svo að verið væri að skoða samstarf Tækniskólans og háskólans, þá væntanlega verkfræði- og raungreinadeilda þar. Getur verið að í þeim viðræðum sé rætt um sameiningu Tækniskólans og háskólans, að hann falli að öllu leyti undir háskólann eða miða þær könnunarviðræður og þær athuganir að því að styrkja Tækniskólann sem einhvers konar fagháskóla eða ,,college`` eins og þeir heita í Bandaríkjunum, ekki beinlínis akademíu heldur með skýrari viðmiðun í atvinnulífið sjálft?

Ég spyr hæstv. ráðherra um þessi atriði.