Skerðing örorkubóta

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:12:06 (4171)

1999-03-01 15:12:06# 123. lþ. 74.1 fundur 302#B skerðing örorkubóta# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:12]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það er áríðandi hæstv. ráðherrar kannist við eða gangist við þeim reglugerðum sem þeir hafa sjálfir sett. Sú reglugerð sem tekur til þessa máls er frá 1996 og boðuð hér, nokkrum mánuðum áður en hún var sett, í ræðu um fjárlagafrv. sem hæstv. ráðherrann hélt í þingsal. Þessi skerðing tekur aðeins til þess ef fólk á sparifjárinnstæður eða verðbréf en ekki til þess ef það á eign sem er að samsvarandi verðmæti. Mér finnst þetta óþolandi óréttlæti og í tilvikum eins og þessum þar sem aldrað foreldri er að hjálpa afkomanda sínum að undirbúa sig fyrir að standa einn seinna í lífinu og er búinn að spara þjóðfélaginu stórfé, þá er þetta hrópandi óréttlæti. Það er alveg ótrúlegt að þetta skuli hafa mallað í ráðuneytunum frá því að þetta bréf var skrifað til hæstv. ráðherra 1996 og að ekki hafi verið gert neitt í þessu enn.