Skerðing örorkubóta

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:14:08 (4173)

1999-03-01 15:14:08# 123. lþ. 74.1 fundur 302#B skerðing örorkubóta# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:14]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta var svolítið sérstakt svar hjá hæstv. ráðherranum eins og vænta mátti. Mér finnst afar sérkennilegt að hæstv. ráðherra skuli alls ekki vilja tengja þessa gjörð við þá reglugerð sem hún sjálf setti árið 1996 en talar alltaf um þetta sem tekjuskerðingu eða tekjutengingu í sambandi við skattalög. Þetta er ekki þannig mál. Þetta sérstaka mál sem ég er að tala um hér er skerðing bóta manns vegna sparifjáreignar sem hann gerði sjálfur grein fyrir af stakri samviskusemi þegar hann gerði sína skattskýrslu. Það er til komið vegna reglugerðar sem var sett að, mig minnir, 1. maí 1996.