Bifreiðakaupastyrkir til fatlaðra

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:36:12 (4186)

1999-03-01 15:36:12# 123. lþ. 74.1 fundur 305#B bifreiðakaupastyrkir til fatlaðra# (óundirbúin fsp.), KPál
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:36]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég hafði orð á þessu máli fyrir tveimur árum síðan í óundirbúinni fyrirspurn og var þá tekið á því með svipuðum hætti. Þá sagði hæstv. ráðherra að ekki hefði komið nein tillaga frá mér um að breyta þessu fyrirkomulagi. Ég mótmælti því samt sem áður að verið væri að lækka styrki til fatlaðra í þessum málaflokki um helming og bjóst við því að einhverjar tillögur kæmu um að bæta úr því. Ég get alveg fullvissað hæstv. ráðherra um að ég mun styðja það og ég á ekki von á öðru en allir mundu styðja það að fatlaðir fái hærri styrk til þess að kaupa bifreiðar sem við vitum að eru flestum þeirra lífsnauðsynlegar til þess yfirleitt að geta haft samskipti við annað fólk eða stundað vinnu sína.