Áfengislög

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 16:52:26 (4215)

1999-03-01 16:52:26# 123. lþ. 74.18 fundur 561. mál: #A áfengislög# (leyfisgjöld) frv. 8/1999, SP
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[16:52]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir hönd allshn. fyrir frv. til laga um breyting á áfengislögum, nr. 75/1998.

Á síðasta þingi voru sett ný áfengislög. Þau fólu m.a. í sér að veitingar leyfa til áfengisveitinga í skipi, á veitingastað og í öðru húsnæði voru færðar frá ríki til sveitarfélaga. Í ljós hefur komið að þau mistök voru gerð að gjaldtaka vegna veitinga þessara leyfa var ekki með sama hætti færð til sveitarstjórna heldur stóð áfram heimild fyrir gjaldtöku ríkisins vegna þeirra í lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991. Þetta hefur leitt til þess að gjaldtaka vegna þessara leyfisveitinga hefur fallið niður en ljóst er að það var alls ekki ætlun löggjafans er ný áfengislög voru samþykkt. Vegna þessa er lagt til í frv. að ákvæði verði sett í áfengislög þar sem lögfest verði að greiða skuli sömu fjárhæð vegna leyfa til áfengisveitinga og var fyrir gildistöku áfengislaga, nr. 75/1998, en renni nú til sveitarfélaga.

Ég legg til, virðulegi forseti, að máli þessu verði vísað til 2. umr.