Stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001

Þriðjudaginn 02. mars 1999, kl. 16:34:47 (4243)

1999-03-02 16:34:47# 123. lþ. 75.14 fundur 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 123. lþ.

[16:34]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er reyndar bara af kurteisi við hv. heiðursþingmann að ég kem upp aftur því að í rauninni var andsvar hans ekki þess eðlis að það kallaði á mikla umræðu.

Ég held að það skorti ekkert á í stjórnsýslunni eins og er. Ég hef ekki fundið það. Við höfum byggðamálaráðherra eins og allir vita og mér finnst áhugi hans á byggðamálum koma býsna vel fram í þessari þáltill. og reyndar í fleiri málum. Ég get því ekki séð annað en að forustan í byggðamálum sé í góðs manns og góðra manna höndum. Það þarf kannski einhvers staðar meiri aðgerða við í byggðamálum en fara að gera miklar stjórnsýslubreytingar.

Spurningin er líka hvort ekki sé betra að fækka ráðherrum en fjölga þeim.