Málefni fatlaðra

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 14:12:50 (4269)

1999-03-03 14:12:50# 123. lþ. 76.11 fundur 564. mál: #A málefni fatlaðra# (starfsmenn svæðisskrifstofu) frv. 52/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 123. lþ.

[14:12]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég undrast svo sem ekkert að gerð sé athugasemd við að málið komi seint fram. Það hefur gerst áður en menn hafa nú reynt að draga úr því og hafa talið þetta vera tiltölulega einfalt frv. Þetta snýr aðallega að starfsmönnunum og ég held að óhætt sé að segja að ef það kemur í ljós við athugun í nefnd að þeir starfsmenn sem í hlut eiga séu andvígir málinu og telji að það halli eitthvað á sig býst ég við að menn muni ekki reyna að fá þetta frv. afgreitt. Þegar frv. kemur svona seint fram er áríðandi að um það sé sæmileg sátt, þannig að menn skoða það í nefndinni hvernig málið víkur við, en ég átta mig fullkomlega á eðlilegri gagnrýni á tímann hér.