Eftirlit með almennri heilsu tiltekinna aldurshópa

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 15:40:01 (4298)

1999-03-03 15:40:01# 123. lþ. 77.10 fundur 460. mál: #A eftirlit með almennri heilsu tiltekinna aldurshópa# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[15:40]

Katrín Fjeldsted:

Forseti. Ég hef svo sem ekki miklu að bæta við orð hæstv. heilbrrh. en mig langaði samt aðeins að segja nokkur orð um fyrirspurnir Hjálmars Árnasonar. Þetta kerfisbundna eftirlit á sér stað eins og fram kom hjá Krabbameinsfélaginu. Sömuleiðis er mælt með því að blóðþrýstingur sé mældur hjá heilbrigðu fólki á tveggja ára fresti og mælt með að krabbameinsskoðun hjá konum fari fram á tveggja til þriggja ára fresti. Fátt annað er vísindalega sannað að borgi sig að leita að. Þess vegna hlýtur svarið við fjórðu fyrirspurn þingmannsins, hvort sparnaður geti hlotist af slíkum aðgerðum til lengri tíma litið, að vera neitandi. Þessi vísindalegi bakgrunnur verður að vera til þess að hægt sé að mæla með slíku fyrir heilan aldurshóp í þjóðfélaginu. En þetta hefur verið gert í ýmsum löndum. Þetta var gert í Bretlandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá var settur upp eins konar kvóti fyrir heimilislækna að uppfylla, þeir áttu að mæla svo og svo stóra prósentu af blóðþrýstingi í öllum sínum hópi. Ég held það skili ekki miklu eins og fram kom hér áðan.