1999-03-03 18:28:57# 123. lþ. 77.13 fundur 508. mál: #A tengsl heilbrigðisstétta við rekstrarleyfishafa gagnagrunns á heilbrigðissviði# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[18:28]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Það er ljóst að ráðuneytinu verður talsverður vandi á höndum þegar reynt verður að greiða úr þessum málum því að vitað er að fjölmargir læknar eru ósáttir við að láta gögn af hendi í gagnagrunn. Mjög margir þeirra eru þeirrar skoðunar að til þess að það verði gert þurfi upplýst samþykki sjúklinga. Þetta vita þingmenn og ráðherrann náttúrlega manna best.

Það er óleyst mál hvernig taka má á þessu. En það sem kannski hefur ekki náð inn í umræðuna er hvað gerist ef læknir vill ekki afhenda upplýsingar og telur það brjóta gegn trúnaði en sjúklingurinn óskar eftir því. Þetta er ein hlið málsins sem verður að leysa úr hjá ráðuneytinu.