1999-03-03 18:33:55# 123. lþ. 77.13 fundur 508. mál: #A tengsl heilbrigðisstétta við rekstrarleyfishafa gagnagrunns á heilbrigðissviði# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[18:33]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Auðvitað er hér um mjög flókið og viðamikið mál að ræða og aldrei hefur verið dregin dul á það. Ég tel að þarna hafi mjög vandað mál verið lagt var fyrir þingið og í framhaldi af því hefur farið fram mjög vönduð vinna.

Hv. þm. spurði nokkurra spurninga sem hann hefur þegar fengið svör við og fleiri spurningar eru í spurningavagni hans í heilbrrn. sem hann fær að sjálfsögðu svör við. Ég minni á að ekki er búið að gefa starfsleyfi. Það á eftir að auglýsa starfsleyfið. En starfrækslunefnd hefur tekið til starfa og ég tel að mjög vel hafi tekist til um uppbyggingu hennar og það er lykillinn að framhaldinu. Þetta mál er því allt saman mjög vel unnið og verður áfram vel unnið.