Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar

Laugardaginn 06. mars 1999, kl. 10:54:28 (4360)

1999-03-06 10:54:28# 123. lþ. 79.4 fundur 311. mál: #A staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar# (ráðningartími héraðspresta) frv. 55/1999, Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 123. lþ.

[10:54]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá allshn. um frv. til laga um breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Með frumvarpinu er lagt til að héraðsprestar íslensku þjóðkirkjunnar séu ráðnir til fimm ára í senn til samræmis við það sem gildir um sóknarpresta og presta, sbr. 36. gr. og 40. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Samþykkt var á kirkjuþingi árið 1997 að leggja til þessa breytingu á lögunum og við meðferð málsins í nefndinni kom fram að almenn samstaða er um hana.

Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Þeir sem undirrita nál. eru Sólveig Pétursdóttir, Jón Kristjánsson, Árni R. Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Einar K. Guðfinnsson. Aðrir voru fjarverandi við afgreiðsluna.