Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Laugardaginn 06. mars 1999, kl. 15:06:12 (4395)

1999-03-06 15:06:12# 123. lþ. 79.15 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., Frsm. meiri hluta TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 123. lþ.

[15:06]

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir svarið sem var skýrt. Ég vil jafnframt innan hann eftir því hvort það sem fram kemur í nál., að þeir sem undirrita það telji ekki rétt að breytingar verði gerðar á aðild Íslands að NATO á næsta kjörtímabili, sé staðfesting á þeirri stefnu eða málefnayfirlýsingu Samfylkingarinnar að þeir hafi aðeins stefnu í þessum málum til fjögurra ára og ætli svo að efna til málfundar um málið að fjórum árum liðnum.