Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 11:04:11 (4414)

1999-03-08 11:04:11# 123. lþ. 80.6 fundur 135. mál: #A sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur# frv. 33/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[11:04]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Lagasetningin sem hér er unnið að er tvímælalaust til bóta á allan hátt. Heildarlöggjöf um málefni sjálfseignarstofnana er þarft mál. Ég hef aðeins fyrirvara á um eitt atriði og það er gildissvið laganna, þ.e. til hvaða sjálfseignarstofnana lögin taka og hverra ekki. Samkvæmt brtt. þessari er lagt til að tekin verði af tvímæli um að öldrunarstofnanir séu undanþegnar ákvæðum frv. en að mínu mati hefði þurft að skoða hvort fleiri stofnanir á sviði velferðarþjónustu og félagasamtaka, t.d. hússjóðir og aðrar slíkar, hefðu ekki átt að fylgja með. Fyrirvari minn lýtur að þessu atriði, herra forseti. Ég sit því hjá við þessa brtt. og við 4. gr.