1999-03-08 11:45:38# 123. lþ. 80.14 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[11:45]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég legg að sjálfsögðu til við Alþingi að þessi einfalda og í raun og veru hógværa tillaga sem gengur út á það að skipa nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að ganga til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um það með hvaða hætti bandarískt herlið geti horfið af landi hér og við mætt þeim breytingum sem því væru samfara, verði samþykkt. Lengi vel var það svo, a.m.k. í orði kveðnu, að það var stefna allra íslensku stjórnmálaflokkanna að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum.

Nú ber mönnum saman um að friðvænlegar horfi í okkar heimshluta a.m.k. en áður hefur gert um langt skeið. Nú er því lag til að láta þennan draum rætast að erlendur her hverfi brott af landinu og þjóðin geti á nýjan leik sameinast í þessum efnum í herlausu landi. Ég segi já.