1999-03-08 11:49:52# 123. lþ. 80.14 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., ÁMM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[11:49]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Ég tel afar mikilvægt á þeim tímamótum sem NATO stendur á, tímum nýrra verkefna hjá NATO, að við Íslendingar tölum afar skýrt um afstöðu okkar til NATO og til varnarliðsins. Það hefur valdið mér vonbrigðum í þeirri umræðu sem verið hefur á hv. Alþingi að undanförnu að svo virðist sem samstaða lýðræðisflokkanna sé að rofna. Alþfl. vill frekar semja til vinstri við Alþb. og ég harma þá stöðu mála. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur og fyrir samherja okkar í NATO og fyrir þá sem æskja inngöngu í NATO og leita aðstoðar NATO að við tölum skýrt í málinu. Því segi ég nei, herra forseti.