Frumvarp um stjórn fiskveiða, 571. mál

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 12:50:09 (4430)

1999-03-08 12:50:09# 123. lþ. 80.95 fundur 332#B frumvarp um stjórn fiskveiða, 571. mál# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[12:50]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Vegna fyrirspurnar hv. þm. er sjálfsagt að athuga hvort þessu verði komið fyrir á dagskránni en nú sneiðist mjög um tímann og eru svo sem mörg frv. sem hafa verið lögð fram sem ekki hafa verið tekin á dagskrá og til umræðu. En sjálfsagt er að forseti athugi hvort þessu verði komið við.