Dagskrá fundarins

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 10:49:56 (4486)

1999-03-09 10:49:56# 123. lþ. 82.92 fundur 334#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[10:49]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Ástæða þess að forseti gat ekki orðið við þeirri beiðni að setja málið á dagskrá þessa fundar er einfaldlega sú að það var það mikill fjöldi annarra mála, eins og sést á dagskránni, sem höfðu fengið afgreiðslu. 31 mál er á dagskránni í dag. Auk þess verður forseti að benda á að mikill fjöldi mála hefur ekki komist til 1. eða fyrri umræðu sem hafa lægri númer en mál hv. þm. Sighvats Björgvinssonar, en það er mál nr. 571. Forseta sýnist að það séu um og yfir 30 mál sem hafa lægra númer og venjan er að reyna að fara eftir því þótt undantekningar séu oft gerðar og þá í góðu samkomulagi.

Þetta er ástæðan fyrir því að málið kom ekki á dagskrá nú í dag.