Raforkuver

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 12:34:06 (4491)

1999-03-09 12:34:06# 123. lþ. 82.17 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv. 48/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[12:34]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Hjörleifur Guttormsson hefur ítrekað í umræðu um málið haft áhyggjur af orkusölu þeirra sem hyggjast virkja, þ.e. hvort þeir muni geta selt orkuna. Þá hefur hann einnig haft áhyggjur af verðsveiflum á áli. Telur hv. þm. virkilega að þessi stórfyrirtæki hafi þörf fyrir umhyggju hans á þessu sviði? Er markaðssetning og sala ekki vandamál þeirra?

Herra forseti. Hv. þm. flutti langt, greinargott og ítarlegt mál, u.þ.b. 1,7 hjörl. Vegna takmörkunar persónu minnar dapraðist mér athygli eftir u.þ.b. hálftíma af ræðu hans. Þætti mér vænt um ef hv. þm. sæi sér fært að draga saman í stuttu máli megininntak ræðu sinnar, sérstaklega seinni hlutann.