Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 15:31:36 (4521)

1999-03-09 15:31:36# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[15:31]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef ekki alveg í huga hversu mikið Kanadamenn veiða af hvölum en ég held að fyrst og fremst sé um að ræða frumbyggjaveiðar. Ég vil ekki leggja neinn endanlegan dóm á spurninguna um NAMMCO og hvort það uppfylli nauðsynleg skilyrði alþjóðahafréttarsáttmálans. Ég veit það hefur verið viðleitni íslenskra stjórnvalda að búa þannig um hnútana að NAMMCO uppfylli þessi skilyrði. En svo mikið er víst að Norðmenn hófu ekki hrefnuveiðar með skírskotun til NAMMCO, það hefur engin þjóð gert fram að þessu. Framkvæmdarvaldið verður auðvitað að meta hvort forsendur séu til þess. (Gripið fram í: Þeir mótmæltu banninu. Það er það sem skiptir máli fyrir þá.)

Varðandi aðra þætti sem hv. þm. vék að ítreka ég aðeins að ég tel þær forsendur ekki til staðar sem menn gefa sér í þessu máli til að taka þær stóru ákvarðanir sem það væri að hefja hvalveiðar hið fyrsta á Íslandi.