Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 22:30:35 (4590)

1999-03-09 22:30:35# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[22:30]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra foreti. Ég vil þakka samgönguráðherraefni Samfylkingarinnar fyrir öflugan stuðning við jarðgangagerð á Austurlandi. Þetta fer að hljóma eins og framboðsfundur fyrir austan og er ekkert nema gott um það að segja að byrja hér. Hv. þm. er nú nokkurs konar 6. þm. Austurl. svo það er einmitt ágætt að byrja framboðsfundina hérna.

En ég er ánægður með þessa ályktun. Samþykkt var vegáætlun þar sem ekki var gert ráð fyrir jarðgangagerð. Það átti að vera sérstök ákvörðun. Sú tillaga sem flutt hefur verið hefur komið umræðu af stað og hún hefur leitt til þess að á leiðinni er samþykkt á tillögum um jarðgangaáætlun. Aðalatriðið er að samkomulag náist um að afla fjármagns til þeirra framkvæmda. Og það er auðheyrt á undirtektum hér að ekki þarf að örvænta ef Samfylkingin kemst til valda þó að ekki hafi gerst neitt í jarðgöngum á Austurlandi þegar Alþfl. var í ríkisstjórn í fjögur ár á síðasta kjörtímabili. Ekki var nú mjög snarplega tekið til hendinni þá heldur, og ég hef ekki trú á að það breytist mikið.