Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:03:49 (4597)

1999-03-09 23:03:49# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:03]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vissulega er ástæða til að gera langtímaáætlun um jarðgöng. En það var alls ekki það sem tillagan fjallaði um, sem hv. þm. var að tala fyrir áðan í löngu máli. Ég kom að vinnu þegar verið var að fjalla um þessa þál. í samgn. og verð að segja það að mér finnst mjög óviðeigandi miðað við vinnubrögð í vegáætlun að vera að koma með nánast kosningaloforð um ákveðin jarðgöng rétt fyrir kosningar, eins og hér var verið að leggja fram í þessari þáltill. upprunalega.

En ég þakka fyrir bankastjóratilnefninguna sem ég tók eftir að barst úr Skagafirði.