Íslenski hesturinn

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:55:23 (4618)

1999-03-09 23:55:23# 123. lþ. 82.24 fundur 342. mál: #A íslenski hesturinn# þál. 12/123, ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:55]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er til umfjöllunar annars vegar þskj. 440 og hins vegar þskj. 1047. Ég vildi koma hér til þess að lýsa því að ég er afskaplega sátt við bæði þessi þingskjöl og það sem felst í þeim. En það er annars vegar um landslið hestamanna og hins vegar þáltill. um íslenska hestinn. Í umræðunni hefur verið lýst mjög vönduðum vinnubrögðum landbn. og ég hlýt að taka undir það og þakka hversu vel landbn. stóð að afgreiðslu þeirrar tillögu sem kemur fram á þskj. 440. Þar er tekið mjög til efnislegrar meðferðar það mál sem þar er og niðurstaðan kemur síðan fram á þskj. 1047. Þetta er mjög lofsvert og ég er mjög ánægð með að sjá þá niðurstöðu sem landbn. kemst þarna að. Hæstv. forseti. Ég tel þetta mjög svo góða afgreiðslu hjá landbn. og mjög til fyrirmyndar og lýsi yfir stuðningi við málið.