Frekari umfjöllun um þáltill. um jarðgöng á Austurlandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:57:28 (4619)

1999-03-09 23:57:28# 123. lþ. 82.96 fundur 338#B frekari umfjöllun um þáltill. um jarðgöng á Austurlandi#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:57]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Af því að forseta finnst að hér hafi hann búið við það um stund að menn séu ekki sáttir við afgreiðslu hans í fyrra dagskrármáli sem snerist um jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar (Gripið fram í.) ætlar forseti enn og aftur að fara yfir hvers vegna hann frestaði umræðunni.

Þegar um tíu manns höfðu talað um fundarstjórn forseta og enn voru fjórir sem ætluðu að gera það, það voru fimm á mælendaskrá, þá sá forseti að það var ófriður í málinu. Forseti fór yfir gagnrýni sína og sagði að þrátt fyrir að nefndin hefði afgreitt það fyndist honum óeðlilegt að hér kæmi nál. um till. til þál. um undirbúning jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, og síðan sagði í álitinu:

,,Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldum breytingum.`` Síðan kemur ný tillaga sem fjallar ekkert um málið. Þess vegna bað forseti um það að þeir hv. þingmenn sem sæti eiga í samgn. skoðuðu málið til hlítar svoleiðis að friður mætti verða um það. Ekki fleiri orð um þetta mál.