Dagskrártillaga

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:35:27 (4645)

1999-03-10 10:35:27# 123. lþ. 83.91 fundur 343#B dagskrártillaga# (aths. um störf þingsins), SighB
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:35]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Fyrir liggur frv. til laga um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Það fjallar um aðgerðir til að reyna að bjarga landvinnslu og strandveiðiflota. Ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að fá þetta mál tekið á dagskrá en forseti hefur ekki fallist á að svo verði gert. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að málið komi til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Þetta er eina tillagan sem fyrir Alþingi liggur til þess að leysa vanda þessa flota. Því leyfi ég mér að flytja svofellda dagskrártillögu:

Geri tillögu um, með vísan til 2. málsl. 1. mgr. 63. gr. þingskapa, að á dagskrá næsta fundar Alþingis verði tekið 571. mál, frv. til laga um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Ég vonast til þess að hv. Alþingi samþykki að taka þetta mál til umfjöllunar. Við þá atkvæðagreiðslu kemur í ljós vilji hv. alþm. til þess að fjalla um málið, hvort hann er fyrir hendi eða ekki.