Dagskrártillaga

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:47:24 (4654)

1999-03-10 10:47:24# 123. lþ. 83.91 fundur 343#B dagskrártillaga# (aths. um störf þingsins), SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:47]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Við jafnaðarmenn vorum andvígir Kvótaþinginu þegar það var leitt í lög og vöruðum við áhrifum þess. Þær viðvaranir hafa nú komið fram. Vertíðarflotinn er að deyja. Landvinnslan á í miklum erfiðleikum. Þetta frv. hefur legið fyrir Alþingi í meira en viku. Ítrekaðar tilraunir til að fá það rætt hafa ekki borið árangur. Nú hafnar meiri hluti Alþingis að eina tillagan sem fram hefur verið lögð á þingi til þess að leysa vanda þessara einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja fáist rædd. Það segir sitt um efnislega afstöðu meiri hlutans til málsins. Ég segi já.