Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:06:05 (4663)

1999-03-10 11:06:05# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:06]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Með samþykkt þessarar tillögu er skýrt kveðið á um að hvalveiðar skuli hefjast á ný og að ályktun Alþingis frá 2. febrúar árið 1983 standi ekki í vegi fyrir því. Þá kemur það fram í nál. meiri hluta sjútvn. að miðað sé við að veiðarnar hefjist ekki síðar en á næsta ári. Með samþykkt tillögunnar sér því fyrir endann á því hvalveiðibanni sem verið hefur hér í áratug.

Fram hafa komið mjög eindregnar óskir um að hvalveiðar verði hafnar frá öllum heildarsamtökum sjómanna og útvegsmanna, verkafólks og sveitarfélaganna í landinu auk fjölda annarra. Þá hafa ítrekaðar skoðanakannanir sýnt yfirburðastuðning landsmanna við hvalveiðar.

Með samþykkt þessarar tillögu er Alþingi því að verða við vilja þjóðarinnar í þessu máli.