Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:10:17 (4668)

1999-03-10 11:10:17# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:10]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég tel að við eigum að nýta hval eins og annað sjávarfang. Mér finnst afar ólíklegt að við bíðum skaða af á mörkuðum eða í ferðaþjónustunni. Þessi sami söngur upphófst þegar við fórum í vísindaveiðar milli 1986 og 1989. Þá átti allt að fara fjandans til. Það varð ekki. Ekkert áfall varð á mörkuðunum og ferðaþjónusta jókst um 30% á því tímabili.

Ég tel að það verði okkur til meiri skaða að bíða eftir því að misvitrum samtökum vaxi ásmegin við að hafa afskipti af þorskveiðum okkar sem jafnvel gætu leitt til þess að þorskur yrði friðaður. Ég samþykki því tillögu sem felur það í sér að hefja hvalveiðar hið fyrsta og segi já.