Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:11:11 (4669)

1999-03-10 11:11:11# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:11]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég styð eindregið þessa þáltill. Í tillögunni stendur að Alþingi álykti að hefja skuli hvalveiðar hið fyrsta og í greinargerðinni stendur að miða skuli við að það geti orðið eigi síðar en á næsta ári. Næsta ár er árið 2000 og í lok þess, 31. desember kl. 24, á að vera búið að heimila hvalveiðar hér við land samkvæmt þessari tillögu. Ég styð hana því eindregið.

Ég hef farið í gegnum þau varnaðarorð sem menn hafa fært fram gegn tillögunni í gær í umræðunni. Ég tel að samþykkt þessarar tillögu sé sigur skynsemi og vísindalegs hugsunarháttar yfir firringu og hindurvitnum. Ég segi já.