Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:12:01 (4670)

1999-03-10 11:12:01# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, ÍGP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:12]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég tel að við höfum haldið mjög illa á hvalveiðimálunum á Íslandi. Ég tel að með samþykkt þessarar tillögu séum við í raun að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er ekki útséð með það hvort hægt sé að selja hvalkjöt t.d. Það hefur enginn talað um það í þessu sambandi og þess vegna sit ég hjá við afgreiðslu þessa máls.