Markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:52:21 (4679)

1999-03-10 11:52:21# 123. lþ. 83.39 fundur 160. mál: #A markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis# þál. 18/123, Frsm. GÁ
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:52]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir áliti landbn. um till. til þál. um markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis.

Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem borist hafa um það á þessu þingi og því síðasta frá landbúnaðarráðuneyti, Landssamtökum sláturleyfishafa, Framleiðsluráði landbúnaðarins, markaðsráði kindakjöts, Bændasamtökum Íslands og Íslenskum sjávarafurðum hf.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri breytingu:

Tillögugreinin orðist svo:

Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að leita samstarfs við samtök og fyrirtæki í atvinnulífinu um gerð markaðsáætlunar um sölu á íslensku dilkakjöti erlendis.

Egill Jónsson og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Aðrir nefndarmenn í landbn. skrifa undir þetta nál.