Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 14:08:27 (4699)

1999-03-10 14:08:27# 123. lþ. 83.18 fundur 135. mál: #A sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur# frv. 33/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[14:08]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Viðskrn. er prýðisráðuneyti. Undir viðskrn. heyra stofnanir sem sýsla með viðskipti og peninga. Samkvæmt þessu frv. er verið að færa sjálfseignarstofnanir almennt undir viðskrn. Í meðförum þingsins og fyrir atbeina minni hlutans og stjórnarandstöðunnar tókst að bjarga stofnunum aldraðra undan hæstv. iðn.- og viðskrh. en ekki var orðið við þeirri ósk og kröfu minni hlutans að stofnanir fatlaðra og sjúkrastofnanir almennt yrðu undanþegnar þessum lögum. Þetta tel ég vera óeðlilegt og treysti mér ekki til að styðja frv.