Stofnun vestnorræns menningarsjóðs

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 21:25:24 (4771)

1999-03-10 21:25:24# 123. lþ. 84.15 fundur 197. mál: #A stofnun vestnorræns menningarsjóðs# þál., Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[21:25]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá menntmn. um till. til þál. um að setja á stofn vestnorrænan menningarsjóð.

Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem flutt er af þingmönnum í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Nefndin tekur undir þá skoðun flutningsmanna að ein af forsendum þess að sameiginleg menning Vestur-Norðurlanda nái að styrkja stöðu sína og eflast í framtíðinni sé að sköpuð verði betri skilyrði fyrir menningarlega samvinnu þeirra á milli. Tillögur menntamálanefndar um samþykkt þingsályktunartillagna um eflingu internetsamvinnu skóla á Vestur-Norðurlöndum og eflingu íþróttasamstarfs milli Vestur-Norðurlanda ganga í þessa átt.

Vestnorræna ráðið samþykkti á ársfundi sínum í júní á síðasta ári að stofnun sérstaks vestnorræns menningarsjóðs væri leið að því marki að efla og þróa menningarsamstarf landanna. Nefndin telur þá hugmynd athyglisverða en telur eðlilegt að hún verði rædd nánar milli ríkisstjórna landanna og þeim gefinn kostur á að útfæra hana frekar eða koma fram með aðrar sambærilegar hugmyndir.

Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Menntmn. er einróma í afgreiðslu sinni.