Internetsamvinna skóla á Vestur-Norðurlöndum

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 21:28:11 (4773)

1999-03-10 21:28:11# 123. lþ. 84.17 fundur 195. mál: #A internetsamvinna skóla á Vestur-Norðurlöndum# þál. 23/123, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[21:28]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá menntmn. um tillögu til þál. um eflingu internetsamvinnu skóla á Vestur-Norðurlöndum.

Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem flutt er af þingmönnum í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Alþingi hefur lagt áherslu á góð og náin samskipti við næstu nágranna okkar, Færeyinga og Grænlendinga. Telur nefndin að tillagan falli vel að þeim markmiðum og leggur til að hún verði samþykkt.

Menntmn. afgreiddi þetta mál einróma.