Vinnuumhverfi sjómanna

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 21:31:59 (4775)

1999-03-10 21:31:59# 123. lþ. 84.18 fundur 81. mál: #A vinnuumhverfi sjómanna# þál. 24/123, Frsm. ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[21:31]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá umhvn. um þáltill. um vinnuumhverfi sjómanna. 1. flm. tillögunnar er Guðmundur Hallvarðsson en meðflutningsmenn eru hv. þm. Gísli S. Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Kristinn H. Gunnarsson og Stefán Guðmundsson.

Tillagan fjallar um að Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stuðla að því að vinnuumhverfi sjómanna sé bætt. Meðal annars þarf að huga að mengunarvörnum um borð í skipum, eftirliti með meðferð matvæla og meðferð hættulegra efna, auk þess sem gefa þarf gaum að vinnuvernd um borð í fiskiskipum og kaupskipum á þann hátt að um vinnuumhverfi sjómanna gildi vinnu-, hollustu- og mengunarvarnareglur sambærilegar við þær sem gilda hjá öðrum starfsstéttum.

Nefndin fjallaði um þetta mál og fékk til sín gesti og var það einróma álit nefndarmanna að styðja tillöguna og afgreiða hana samhljóða frá nefndinni. Greinargerð og nál. koma fram þingskjölum og geri ég ekki frekari grein fyrir því sem þar kemur fram.