Almannatryggingar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 22:05:12 (4782)

1999-03-10 22:05:12# 123. lþ. 84.20 fundur 520. mál: #A almannatryggingar# (örorkumat) frv. 62/1999, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[22:05]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ágætar umræður um þetta mál. Hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir spurði mig þriggja spurninga, m.a. hvernig kynningu verði háttað. Það er þannig að Tryggingastofnun verður falin kynning á nýjum lögum.

Gert er ráð fyrir að fjölga úrræðum í endurhæfingu og til þess eru áætlaðar 40 millj. kr. í því frv. sem liggur frammi. Áætlað er að auka starfsþjálfun og starfsmenntun og er Tryggingastofnun að vinna að ýmsum tillögum í þeim efnum núna.